Gera má ráð fyrir að starfsemi IASC skrifstofunnar hér á landi geti meðal annars haft eftirfarandi ávinning í för með sér:

  • Veitir íslensku vísindasamfélagi aðgang að öflugasta tengslaneti vísindamanna á Norðurslóðum og eykur þar með möguleika íslenskra vísindamanna til að vinna með erlendum kollegum, í tengslum við ráðstefnur og rannsóknaverkefni
  • Eykur áhuga vísindamanna frá öðrum þjóðum á vísindasamstarfi við Ísland
  • Styrkir þá norðurslóðastarfsemi sem fyrir er á Akureyri
  • Auðveldar að fleiri alþjóðlegum rannsóknamiðstöðvum verði komið upp hér á landi

Designed & hosted by Arctic Portal